• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to footer

Intervisibility

European Intersex Visibility Works!

A project by

  • European Intersex Visibility Works! – Home
  • Community
  • ARTivism

European Intersex Visibility Works! – Home

Velkomin í hinn sífellt sýnilegri heim intersex fólks í Evrópu!

Það gleður okkur að þú skulir hafa fundið okkur! Ef þú ert intersex vonum við að þú finnir hjálplegar upplýsingar og úrræði. Ef þú ert ekki intersex geturðu kynnst því betur hér, hvað intersex fólk sé. Og ef þú ert ekki viss um það hvort þú sért intersex gætu upplýsingarnar á þessum vef hjálpað þér að komast að því.


Hvað er intersex fólk?

Intersex er regnhlífarhugtak yfir þá reynslu að fæðast með líkama sem fellur ekki að væntingum samfélagsins um karl- eða kvenkyn. Við erum einstaklingar sem fæðumst með kyneinkenni sem eru annaðhvort karl- og kvenleg á sama tíma, eða ekki alveg karlleg eða kvenleg, eða hvorki karl- né kvenleg. Kyneinkenni okkar og líkamar eru heilbrigður breytileiki á líffræðilegum kynjum mannfólksins.

Meðfæddur breytileiki á kyneinkennum getur verið margs konar: innri og/eða ytri kynfæri, litningar og/eða hormónasamsetning falla ekki endilega að samfélagslegum og læknisfræðilegum væntingum, og það sama á við um önnur kyneinkenni á borð við vöðvamassa, hárvöxt eða hæð, svo fáein séu nefnd.

Þótt við séum fædd með breytileika á kyneinkennum er sá breytileiki ekki endilega sýnilegur við fæðingu. Sú staðreynd að líkami sé intersex getur komið í ljós á meðgöngu, við fæðingu, í barnæsku, við kynþroska eða á fullorðinsárum. Manneskja getur áttað sig á því að hún sé intersex á unga aldri eða síðar á lífsleiðinni. Allt eftir lífsaðstæðum sínum og líkama getur sumt intersex fólk jafnvel lifað alla ævi sína án þess að vita að það sé intersex.

Ef þú ert intersex, getur verið að þú hafir upplifað, eða upplifir enn, eitthvað af eftirtöldu: skurðaðgerðir og læknismeðferð í barnæsku, á unglingsárum og/eða fullorðinsárum; að vera sagt að ástæðan fyrir meðferð þinni tengist líkamlegum fjölbreytileika þínum; greiningu sem tengist “DISORDER/DIFFERENCES OF SEXUAL DEVELOPMENT” eða aðrar eldri greiningar sem vísa til millikynjunar eða tvíkynjunar; áreiti á grundvelli líkamlegs fjölbreytileika.

Þetta er svæði fyrir frásagnir intersex fólks um gervalla Evrópu.

Intersex fólk er enn mjög ósýnilegt. Oft er mikil þöggun og skömm tengd því að vera intersex. Ef þú finnur ekki frásagnir á þínu tungumáli þýðir það ekki að ekkert intersex fólk sé í landinu þínu. Það þýðir bara að þau hafi enn ekki tekið til máls. Ef þú ert intersex og vilt skrifa eitthvað fyrir þessa síðu eða setja þig í samband við okkur, viljum við mjög gjarnan heyra frá þér.
Ef það er ekkert efni á tungumálinu þínu enn sem komið er, verður þér beint á ensku útgáfuna.

Hvaða erfiðleikum mætir intersex fólk?

Intersex fólk um gervalla Evrópu verður fyrir alvarlegum mannréttindabrotum svo sem sjúkdómsgervingu líkama síns; læknisfræðilegum inngripum án þess að persónulegt, fyrirfram veitt, viðvarandi, fyllilega upplýst samþykki sé til staðar; brotum á líkamlegri friðhelgi; sálfræðilegum áföllum; afmáningu; fordómum; kerfislægri og orðræðutengdri mismunun; áreiti; skorti á aðgengi að viðeigandi eða nauðsynlegum lyfjum; og skorti á lagalegri viðurkenningu.

Þetta getur leitt til frekari skurðaðgerða, ævilangrar hormónameðferðar og neikvæðra heilsufarsáhrifa, auk mikillar hættu á brottfalli úr námi, sem leiðir af sér ónóga menntun, erfiðleika á atvinnumarkaði og fátækt (þar með talið heimilisleysi) vegna sjúkdómsstimplunar og tengdra áfalla, truflunar á fjölskyldulífi vegna þöggunar og læknavæðingar, skorts á sjálfsvirðingu og mikillar hættu á sjálfsvígshugleiðingum.


Hvað er OII Europe?

OII Europe eru regnhlífarsamtök evrópskra mannréttindamiðaðra intersex-samtaka. Samtökin vinna að aukinni sjálfsmeðvitund, sýnileika og viðurkenningu intersex fólks í Evrópu og um heim allan. OII Europe var stofnað á mannréttindadaginn, 10. desember, á annarri Intersex-málstofunni í Stokkhólmi árið 2012 og hefur verið skráð sem frjáls félagasamtök síðan 2016.

Frekari upplýsingar má nálgast á oiieurope.org


nanari-upplysingar

My Intersex Story
MANNRÉTTINDA- BARÁTTA INTERSEX FÓLKS – HVERNIG GETUR ÞÚ HJÁLPAÐ?
Að styðja intersex barn – leiðarvísir fyrir foreldra
Recommendations of the Human Rights Commissioner of the Council of Europe download

Footer

A Project by OII Europe

intervisibility header

Organisation Intersex International Europe e. V.

We are a charitable organization registered in Berlin, Germany.

Impressum & Disclaimer
Data Protection

Contact

Address:
OII Europe
GSG Höfe
Helmholtzstraße 2-9
Gebäude 7, Aufgang A
10587 Berlin
Germany

Court of Registration: Amtsgericht Berlin-Charlottenburg

Registration-#: VR 34983 B

Realized with funding by:

Unless otherwise specified the content of this website may be used by the following Creative Commons licence: Creative Commons Lizenzvertrag

  • Albanian
  • Bosnian
  • Български
  • Hrvatski
  • Čeština
  • Dansk
  • Nederlands
  • Suomi
  • Français
  • Ελληνικα
  • Magyar
  • Íslenska
  • Italiano
  • македонски
  • Malti
  • Norsk bokmål
  • polski
  • Português
  • Română
  • Русский
  • српски
  • Slovenčina
  • Slovenščina
  • Español
  • Svenska
  • Türkçe
  • Ukrainian
  • Deutsch
  • English
  • العربية